Þriðjudagur, 16. Október 2018
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttir

Malmö Open 2017

Jón Eiríks 23/02/2017 09:02

Mamlö Open fór fram helgina 10.–12. febrúar. Í þetta sinn kepptu 4 keppendur í Boccia fyrir hönd ÍFR. Anna Elín Hjálmarsdóttir, Hjalti Bergmann og Ingunn Hinriksdóttir kepptu í sveitakeppni en Ingi Björn Þorsteinsson keppti í BC1-BC2. Anna Elín, Hjalti og Ingunn lentu í 5. sæti í sínum riðli en komust því miður ekki í úrslit. Ingi Björn lenti í 1. sæti í sínum riðli og komst því beint í fjögra liða úrslit. Þar spilaði hann við sigurvegara Malmö Open 2016 en þurfti að játa sig sigraðan með naumindum í bráðabana. Hann lék einn leik til viðbótar þar sem keppt var um 3. sæti og bar hann þar sigur úr býtum í leik sem fór 7-1. Ingi Björn sem er aðeins 12 ára gamall hreppti bros verðlaun á Malmö Open 2017. Ferðin í heild sinni heppnaðist mjög vel, keppendurnir voru ÍFR til sóma og allir skemmtu sér mjög vel.
 

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT