Þriðjudagur, 16. Október 2018
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Framhaldsaðalfundur 2018

Aðalfundur ÍFR 2018

Þórður Ólafs 18/05/2018 14:05

Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 2. júní 2018 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffiveitingar


Stjórnin

Aðalfundur ÍFR 2017

Jón Eiríks 18/05/2017 22:05

Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 27. maí. 2017 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.
Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál
Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffiveitingar
Stjórnin

Malmö Open 2017

Jón Eiríks 23/02/2017 09:02

Mamlö Open fór fram helgina 10.–12. febrúar. Í þetta sinn kepptu 4 keppendur í Boccia fyrir hönd ÍFR. Anna Elín Hjálmarsdóttir, Hjalti Bergmann og Ingunn Hinriksdóttir kepptu í sveitakeppni en Ingi Björn Þorsteinsson keppti í BC1-BC2. Anna Elín, Hjalti og Ingunn lentu í 5. sæti í sínum riðli en komust því miður ekki í úrslit. Ingi Björn lenti í 1. sæti í sínum riðli og komst því beint í fjögra liða úrslit. Þar spilaði hann við sigurvegara Malmö Open 2016 en þurfti að játa sig sigraðan með naumindum í bráðabana. Hann lék einn leik til viðbótar þar sem keppt var um 3. sæti og bar hann þar sigur úr býtum í leik sem fór 7-1. Ingi Björn sem er aðeins 12 ára gamall hreppti bros verðlaun á Malmö Open 2017. Ferðin í heild sinni heppnaðist mjög vel, keppendurnir voru ÍFR til sóma og allir skemmtu sér mjög vel.
 

Íþróttaskóli ÍFR - 2017

Jón Eiríks 01/02/2017 17:02

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 11. febr. 2017  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.

Námskeiðstími:  11. febr. til 8 apríl.

Ekkert gjald er fyrir þátttöku í Íþróttaskóla ÍFR

Vinsamlega skráið þátttakendur með tölvupósti til ifr@ifr.is

Við skráningu þarf  eftirfarandi að koma fram.

Nafn barns.  Aldur. Fötlun. Nafn foreldra.


Stj
órnendur íþróttaskóla ÍFR eru:

Einar Hróbjartur Jónsson íþróttakennari

Ágústa Ósk Einars Sandholt íþróttakennari

Erlingsmótið 2016

Jón Eiríks 08/11/2016 18:11

Erlingsmótið 2016

Erlingsmótið í sundi fór fram í 6. skiptið 5. og 6. nóv.. Keppendur komu frá ÍFR, Firði, Nes, Ösp og Þrótti Neskaupstað. Á mótinu setti Þórey Magnúsdóttir ÍFR Íslandsmet í 50m bringu 38.34 og Hjörtur Ingvarsson Firði setti Íslandsmet í 50m bak. 48.21

Erlingsbikarinn vann að þessu sinni Sandra Sif Gunnarsdóttir ÍFR

Glæsilegur árangur

Jón Eiríks 19/10/2016 18:10

Glæsilegur árangur

Íslandsmótið í boccia fór fram á Sauðárkróki 15. og 16. okt.  Árangur keppenda frá ÍFR var glæsilegur. Jakob Ingimundarson ÍFR sigraði í 1. deild og í öðru sæti var Lúðvík Frímannsson ÍFR.  Í fjórðu deild var Ingunn Hinriksdóttir ÍFR í þriðja sæti. Sveinn Gíslason ÍFR endaði í öðru sæti í fimmtu deild og Anna Elín Hjálmarsdóttir ÍFR sigraði í 6. deild. Í flokki BC1 til 4 sigraði Ingi Björn Þorsteinsson ÍFR og í þriðja sæti varð Aneta Beate Kaczmarek ÍFR.
Sjö verðlaun til ÍFR er frábær árangur.

Sundæfingar í Hátúnslaug

Jón Eiríks 11/09/2016 18:09

Sundæfingar í Hátúnslaug hefjast þriðjudaginn 13. sept.
Kennt verður á þriðjudögum frá kl. 16.00 til 18.00 og föstudögum frá kl. 15.00 til 18.00
Þeir iðkendur sem æfðu í Hátúnslauginni í fyrra eiga að mæta á sama tíma og áður.

Fimmtudagsæfingar falla niður af óviðráðanlegum orsökum.

Íþróttaskóli ÍFR

Jón Eiríks 06/09/2016 11:09

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 24. sept. 2016  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.              

Námskeiðstími:  24. sept. til 26 nóv.
Námskeiðsgjald fyrir 10 tíma: kr. 5.000-
Greiðist inn á reikn: 0515-26-700075 kt. 500775-0339                  

Vinsamlega skráið þátttakendur með tölvupósti til ifr@ifr.is
Við skráningu þarf  eftirfarandi að koma fram.

Nafn barns.  Aldur. Fötlun. Nafn foreldra.

Stjórnendur íþróttaskóla ÍFR eru:

Einar Hróbjartur Jónsson íþróttakennari

Ágústa Ósk Einars Sandholt íþróttakennari

 

 

Gjaldskrá bogfimivallar 2016

Jón Eiríks 03/06/2016 16:06

Æfingatími hefst á heilum tíma. Hver æfingatími er 100 mín.

Verð pr. 100. mín:        kr. 2.000-

Verð tíu tíma kort:       kr. 10.000-

Mánaðarkort:                kr. 8.000-

 

Mánaðarkort gildir fyrir tvo æfingartíma á dag. Óski mánaðarkorthafi eftir að bæta við sig æfingatíma greiðist kr. 500- pr. æfingatíma

20% afsláttur af gjaldskrá  gildir til 20. júní.

Opnunartími bogfimivallar ÍFR í júní 2016

Jón Eiríks 03/06/2016 16:06

Mánudaga:       kl. 9.00 til 20.00

Þriðjudaga:       kl. 9.00 til 20.00

Miðvikudaga:  kl. 9.00 til 20.00

Fimmtudaga:   kl. 9.00 til 20.00

Föstudaga: kl. 9.00 til 20.00

Skráning á helgaræfingar þarf að vera lokið fyrir kl. 20.00 á föstudögum.
Skráning fer fram í síma 561-8226 eða í íþróttahúsinu.

Laugardaga:      kl. 13.00 til 19.00

Sunnudaga:      kl. 13.00 til 19.00

Síða 1/20 1 2 3 Næst Síðast
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT