Þriðjudagur, 16. Október 2018
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Framhaldsaðalfundur 2018

Íþróttamaður og íþróttakonakona ÍF árið 2009

Jón Eiríks 16/12/2009 18:12

Í hófi sem Íþróttasamband fatlaðra hélt 16. des 2009 voru þau Eyþór Þrastarson ÍFR og Sonja Sigurðardóttir ÍFR kjörin íþróttamaður og íþróttakona ÍF fyrir árið 2009. Þá var Jónu B. H. Jónsdóttur ÍFR afhendur Guðrúnarbikarinn fyrir störf sín að íþróttamálum fatlaðra. Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum ÍFR innilega til hamingju með þennan áfanga.

Opið Reykjavíkurmót í bogfimi

Jón Eiríks 18/11/2009 15:11

Opna Reykjavíkurmótið í bogfimi verður haldið dagana 21. og 22. nóvember n.k. í íþróttahúsi félagsins. Skotið verður 60 örvum hvorn dag á hefðbundu innanhús færi þ.e.a.s. 18 metrum. Keppt verður í 7 flokkum. Þess má geta að tveir færeyskir keppendur eru skráðir á mótið og er þetta í þriðja skipti sem þeir koma. Skráningum lauk þann 17. nóvember.
Keppni hefst kl. 15:30 þann 21. en kl. 13:00 þann 22.
Úrslit mótsins er hægt að nálgast hér.

Ný heimasíða ÍFR

Jón Eiríks 12/11/2009 16:11

Eins og notendur heimasíðu ÍFR sjá hefur félagið tekið í notkun nýja síðu. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að uppfæra heimasíðuna.

Getraunafréttir komnar út

Jón Eiríks 07/11/2009 12:11

Sökum tæknilegra vandamála og Ameríkufarar ritstjóra hefur útgáfa fréttabréfsins legið  niðri um hríð.
Það er spurning hvort ekki  ætti hreinlega að reka manninn.  Það er allaveganna gert hjá knattspyrnufélögunum. 

Mótið sterkasti fatlaði maður heims

admin 20/10/2009 15:10

Mótið Sterkasti fatlaði maður heims 2008 verður sýnt í sjónvarpinu (RUV) sunnudaginn 20. sept. Kl. 10.55. Undirbúningur að mótinu 2009 er hafinn og verður mótið haldið 2. og 3. okt. Föstudaginn 2. okt fer mótið fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og laugardaginn 3. okt. í Íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14.

Sundæfingar

admin 20/10/2009 15:10

Sundæfingar ÍFR sem verið hafa undanfarin ár í sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12 á þriðjudögum og fimmtudögum hefjast fimmtudaginn 17. september kl. 16:00.

Sterkasti fatlaði maður heims

admin 20/10/2009 15:10

Dagana 2. október og 3. október 2009 verður haldið heimsmeistaramót í aflraunum fatlaðra í Reykjavík. Er þetta í sjöunda skiptið sem mót þetta er haldið á Íslandi. Mótið verður haldið 2. okt. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og 3. okt. og við íþróttahús fatlaðra Hátúni 14. Verðlaunaafhending fer fram í íþróttahúsi ÍFR að mótinu loknu.
Keppt verður í tveimur flokkum þ.e. flokki hjólastóla og flokki standandi.
Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum. Sjá nánar á síðunni World strongest

Óskað eftir sjálfboðaliðum

admin 20/10/2009 15:10

\\Dagana 15.-25. október fer fram Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi. Keppt verður í innilauginni í Laugardal og er von á rúmlega 400 sundmönnum til landsins og í fylgd með þeim verða um 200 aðstoðarmenn. Um risamót er að ræða þar sem allir helstu sundmenn úr röðum fatlaðra í Evrópu munu koma saman. Mótið er einstakt fyrir þær sakir að í fyrsta sinn síðan árið 2000 munu þroskaheftir keppa með á móti Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra. Prófsteinninn er því ærlegur og því leitar Íþróttasamband fatlaðra eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar alla mótsdagana svo keppnin geti orðið sem veglegust og gengið sem best fyrir sig.
 
Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða á if@isisport.is

Sjálfstyrkingarnámskeið

admin 20/10/2009 15:10

Hvað? – Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir hreyfihamlaðar stelpur á aldrinum 10-15 ára. Á námskeiðinu verður kennd leiklist og tjáning. Auk þess verður farið á hestbak, í óvissuferðir og margt fleira, góðir gestir munu heimsækja hópinn og munu þátttakendur takast á við ýmsar áskoranir. Áhersla er lögð á aðdagskrá námskeiðsins verði spennandi, skemmtileg og krefjandi og að allir taki virkan þátt í mótun starfsins.
Sjá nánari upplýsingar - einnig á sjalfstraust.123.is/

Síða 20/20 Fyrst Fyrri 18 19 20
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT