Þriðjudagur, 16. Október 2018
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Framhaldsaðalfundur 2018

Frjálsar íþróttir - ÍFR

Jón Eiríks 04/09/2015 07:09

Opnar frjálsíþróttaæfingar á vegum ÍFR fyrir hreyfihömluð börn og unglinga 10 – 16 ára verður dagana 7. og 9. september og svo 14. og 16. september n.k. Mæting er við World Class í Laugum kl. 17. – 18.00. Þjálfari er Gunnar Pétur Harðarson. Skráning er hjá ÍFR thordur@ifr.is og gunnipe91@gmail.com Einnig er hægt að mæta og skrá sig Markmiðið með opnum frjálsíþróttaæfingum er að gefa hreyfihömluðum börnum og unglingum tækifæri til að kynna sér frjálsar íþróttir.

Opnunartími bogfimivallar ÍFR

Jón Eiríks 01/06/2015 14:06

Mánudaga:      kl. 14.00 til 21.00

Þriðjudaga:      kl. 14.00 til 21.00

Miðvikudaga:  kl. 14.00 til 21.00

Fimmtudaga:  kl. 14.00 til 21.00

Föstudaga:      kl. 14.00 til 19.00
Skráning á helgaræfingar þarf að vera lokið fyrir kl. 20.00 á föstudögum. Skráning fer fram í síma 561-8226 eða í íþróttahúsinu.

Laugardaga:    kl. 13.00 til 19.00

Sunnudaga:     kl. 13.00 til 19.00


Gjaldskrá bogfimivallar:
Æfingatími hefst á heilum tíma. Hver æfingatími er 50 mín.

Verð pr. 50. mín:         kr. 2.000-

Verð tíu tíma kort:      kr. 10.000-

Mánaðarkort:               kr. 8.000-

Mánaðarkort gildir fyrir tvo æfingartíma á dag. Óski mánaðarkorthafi eftir að bæta við sig æfingatíma greiðist kr. 500- pr. æfingatíma

20% afsláttur af gjaldskrá gildir til 20. júní.

Hængsmót 2015

Jón Eiríks 11/05/2015 15:05

Hængsmótið fór fram á Akureyri 1. til 3. maí s.l. Alls fóru 22 keppendur og 11 þjálfarar og aðstoðarmenn frá ÍFR á mótið.
Eftirtaldir aðilar unnu til verðlauna á mótinu.

Úrslit
Sveitakeppni- Hreyfihamlaðir
3. sæti ÍFR – : Hjalti Bergmann Eiðsson, Vigdís Pálsdóttir & Björn Harðarson

Einstaklingskeppni- Þroskahamlaðir
3.sæti ÍFR- : Þorbjörg Guðmundsdóttir

Rennuflokkur sveitakeppni:
1. sæti: ÍFR : Þorsteinn Sturla Gunnarsson 

BC1-4 sveitakeppni:
1. sæti ÍFR: Ingi Björn Þorsteinsson
4. sæti: ÍFR: Valgeir Árni Ómarsson

Aðalfundur ÍFR 2015

Jón Eiríks 06/05/2015 09:05

Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 16. maí. 2015 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffiveitingar.

Stjórnin

Tillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs.
Formaður: Garðar Steingrímsson
Meðstjórnandi: Guðmundur Gíslason
Varamenn í stjórn: Óskar Elvar Guðjónsson, Björn Valdimarsson, Jón Þorgeir Guðbjörnsson.

Thelma Björg Björnsdóttir rauf 200 Íslandsmetamúrinn í Berlín.

Jón Eiríks 22/04/2015 17:04

Thelma Björg Björnsdóttir rauf 200 Íslandsmetamúrinn í Berlín.

Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR setti sitt tvö hundraðasta Íslandsmet í Berlín fimmtudaginn 16. apríl 2015 og fell það í 100 metra baksundi. Ferlið hófst 29. janúar 2010 á Reykjavíkurmeistarmóti í 400 metra skriðsundi og síðan er kominn 203 til viðbótar.

Thelma Björg hefur haft mikla gæfu í þessu ferli og fjórir þjálfarar komið að ferlinu þó mest Erlingur heitinn Jóhannsson og Tomas Hajek félagsþjálfarar hennar en að auki Kristín Guðmundsdóttir og Ingi Þór Einarsson landsliðsþjálfarar ÍF. Markmiðasetning hefur alltaf verið á hreinu hjá henni og unnið að þeim á öllum tímum. Óskum við henni til hamingju með þennan árangur.

Mynd.
Thelma Björg með sundhettu Elanor Simmonds Ólympíu og heimsmeistara í 400 metra skriðsundi sem hún fékk að gjöf í Berlín 2015.

11. Internetmót MTV Dannenberg og ÍFR

Jón Eiríks 12/03/2015 15:03

11. Internetmót ÍFR og MTV Dannenberg fór fram 22. febrúar sl. MTV Dannenberg vann að þessu sinni með 16 stigum gegn 12 stigum ÍFR. Alls tóku 7 félagar ÍFR þátt í mótinu að þessu sinni.

Nýr vefur

Jón Eiríks 04/03/2015 17:03

Nýtt útlit er komið á vefin okkar hér hjá félaginu. Fyrir utan útlitsbreytingar þá eru nokkrar aðrar breytingar t.d. verður nú hægt að skoða Getraunafréttir aftur í tímann. Búið er að setja inn t.d. öll eintök Getraunafrétta frá áramótum. Hugsanlega verða fleiri breytingar gerðar en tíminn verður að leiða það í ljós. Endilega látið í ykkur heyra hvernig ykkur lýst á þessa breytingu á síðunni.

Ellefu Íslandsmet kominn í hús hjá ÍFR fyrstu tvo mánuðina 2015

Jón Eiríks 03/03/2015 17:03

Ellefu Íslandsmet kominn í hús hjá ÍFR fyrstu tvo mánuðina 2015

Guðmundur Hákon Hermannsson og Thelma Björg Björnsdóttir hafa byrjað árið vel þrátt fyrir að vera bara búinn að keppa á fáummótum.Thelma Björg Björnsdóttir S6 SB5 er búinn að landa 9 Íslandsmetum á tveimur mótum. Guðmundur Hákon Hermannsson 1 íslandsmet.  A sveit ÍFR karla 1 íslandsmet.
Thelma Björg Björnsdóttir S6 SB5 setti 5 Íslandsmet á Meistaramóti Reykjavíkur sem haldið var í lok janúar keppt var í 25 metra laug..  Metin voru sett í 50 metra bringusundi, 100 metra bringusundi og 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og aftur í 100 metra bringusundi. 

Thelma Björg Íþróttakona ársins 2014

Jón Eiríks 08/12/2014 17:12

Thelma Björg Íþróttakona ársins 2014

Í hófi sem haldið var miðvikudaginn 3. des á Radisson Blu Hótel Sögu var Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR valin íþróttakona ÍF fyrir árið 2014. Á árinu 2014 setti Thelma Björg alls 43 Íslandsmet og vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Eindhoven. Við óskum Thelmu innilega til hamingju með árangurinn.

Frábær árangur ÍFRinga á Íslandsmóti fatlaðra ÍF 25 í Ásvallarlaug

Jón Eiríks 04/11/2014 17:11

Íslandsmeistarmót fatlaðra í sundi fór fram um helgina 1. og 2. nóvember 2014. ÍFR kom vel frá þessu móti og af 12 Íslandsmetum sem sett voru á mótinu komu 8 þeirra í hlut ÍFR sem segir okkur mikið um það frábæra starf sem fer fram hjá þjálfurum okkar.  Fimm einstaklingsmet voru sett og komu þau öll hlut Thelmu Bjargar sem er búinn að setja 43 Íslandsmet á árinu 2014 þrjú boðsundsmet voru sett og öll í flokki S 34 sem þýðir að samanlagðir fötlunarflokkar fara ekki yfir 34 stig sem eru sveitir settar saman af hreyfihömluðum einstkalingum. 

Síða 3/20 Fyrst Fyrri 1 2 3 4 5 Næst Síðast
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT