Þriðjudagur, 26. Mars 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttabréf

ÍFR tipparar í stuði

17. tbl. 2017. 26. árg. 27. apríl. 2017.

ÍFR tipparar eru í stuði þessa daga. Aðra vikuna í röð nær tippari sem styður ÍFR 13 réttum. Við óskum honum til hamingju með árangurinn. Skorið í "lukkunni" var frekar lágt í viku 16. Í Tipparadeildinni náði Ester ellefu réttum og það gerði einnig Björn Úlfars. í Sjálfvalsdeildinni. Efsta sætið í Tipparadeildinni skipa nú Einar Andrésson, Jón Þorgeir og Ólafur Bjarni og í Sjálfvalsdeildinni eru efstir og jafnir Ásgeir Arnoldsson, Guðmundur Pétursson og Þór Sævaldsson.

Óli Bjarni heldur efsta sætinu í Hópleiknum en FA-2, Jón Stef, Leturprent 2 og Tapsárir eru jafnir í öðru sæti.

Eftirtaldir tipparar eiga eftir að  greiða fyrir þátttöku í húskerfinu: Baldur, Bergvin, Björn Harðar. Grétar Pétur, Oddur, Steinn og Þorsteinn Björns. Vinsamlega leggið inná reikn: 0117-26-3074 kt: 500775-0339 kr. 6.500-

Í leikviku 17 er boðið upp á 160 milj. risapott. Ekkert af sjö efstu liðunum í úrvalsdeildinni eru á seðlinum. Hæsta prósentan er á leik átta eða 72% á merkið einn.

Húskerfið náði einungis níu réttum í viku 16.

Yfirtippari heldur á föstudaginn  í víking til Englands til að sjá leik Man.Utd. og Swansea. Hann mun í ferðinni rannsaka óhagstæð úrslit fyrir tippara undanfarnar vikur. Hann kemur vonandi til baka ferskur og uppfullur af getraunaspeki okkur í hag.

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT