Sunnudagur, 17. Febrúar 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttabréf

Páskatippið

15. tbl. 2017. 26. árg. 11. apríl. 2017.

Tipparar fara ekki í frí um páska. Við höfum opið á laugardaginn frá kl. 11.00 til 13.00 og hvetjum tippara að mæta tímanlega til að tryggja sér stóra vinninginn. Vinningurinn verður stór á laugardaginn, annað kemur ekki til greina. Það er komið nóg af verðlausum tíum.
Eiríkur Ólafsson heldur forustunni í "Tipparadeildinni" en Ólafur Bjarni, með ellefu rétta, veitir Eiríki harða keppni. Í "Sjálfvalsdeildinni" er það enginn annar en formaður ÍFR Garðar Steingrímsson sem er í efsta sæti.
Í Hópleiknum eru efstir og jafnir hóparnir LE-217 og Letruprent.
Síðasti seðill gaf ekki mikið. Tían gaf 0 kr. Ellefan gaf aðeins kr. 320- og tólfan skilaði kr. 3.680-. Þetta er ekki í lagi. Engar yfirlýsingar verða gefnar um laugardagsseðilinn að þessu sinni. Við setjum allt okkar traust á yfirtippara og vonumst eftir góðum vinningum.
Eftirtaldir tipparar eiga eftir að greiða fyrir þátttöku í húskerfinu: Baldur, Bergvin, Björn Harðar, Gestur, Grétar Pétur, Oddur, Sigurbjörn, Steinn, Þorsteinn og Þór. Vinsamlega leggið kr. 6.500- inn á reikn. 0117-26-700075 kt. 500775-0339 sem fyrst.
Hæsta prósentan er á leik tvö þ.e. 63% á merkið einn.

Gleðilega páska!

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT