Þriðjudagur, 26. Mars 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttabréf

Sumartipp 2017

23. tbl. 2017. 26. árg. 8. júní. 2017.

Sigurvegari "Sjálfvalsdeildar" er Garðar Valur. Í öðru sæti er Ásgeir Arnolds. og í því þriðja er Björn Úlfars. Búið er að greiða út vinninga fyrir lotu tvö í getraunaleikjum ÍFR. Eins og áður hefur komið fram hefjum við leikina aftur um leið og enski boltinn hefst í ágúst.

Alls hafa 35 tipparar skráð sig til þátttöku í sumartippinu (Sjá. meðf lista) og verða tippaðar 2400 raðir. Yfirtippari ætlar að upplýsa tippara um árangur á facebooksíðu ÍFR tippara sem heitir Húskerfi ÍFR. Þeir sem hafa ekki skráð sig í hópinn geta haft samband við yfirtippara sem reddar öllu eins og við vitum.

Lokaskráning í sumartippið er föstudaginn 9. júní og hefjum við leikinn í viku 24 eða laugardaginn 17. júní.

Þeir tipparar sem ætla að vera með í sumar þurfa að greiða kr. 6.500- inn á reikn. 117-26-3074 kt. 500775-0339 í síðasta lagi föstudaginn 9. júní. Við hefjum svo getraunaleiki ÍFR aftur þegar enski boltinn hefst í ágúst.

Getraunafréttir ÍFR fara nú í langt sumarfrí og kemur næsta fréttabréf út 17. ágúst.

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT