Sunnudagur, 17. Febrúar 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttabréf

Tveir með tólfur í lukkunni

10. tbl. 2017. 26. árg. 9. mars. 2017.

Tipparar voru getspakir í síðustu viku. Tveir tipparar náðu 12 réttum, átta náðu 11 réttum og tólf tipparar náðu 10 réttum. Flottur árangur.  Í næstu viku byrjum við að henda út lægsta skorinu og þá mun röð efstu manna eitthvað breytast. Jón Ágúst er enn í forustu í  "Tipparadeildinni" með sjöu til að henda út en Atli Örn hendir út sexu. Þarna verður blóðug barátta. Mikið  að gerast í sjálfvalsdeildinni þar sem ellefu tipparar berjast um 2.-3. Sætið.

Vinningar voru ekki háir í síðustu viku. Ellefan gaf aðeins kr. 310. Fjórir hópar náðu 11 réttum og átta hópar voru með 10 rétta sem að þessu sinni gaf kr. 0- Bæði Leturprent liðin eru með góða stöðu og ættu að öllum líkindum enda í efstu sætum. En í næstu sætum eru gamlir refir sem gefa ekkert eftir. Framkvæmdastjóri hópsins "Tapsárir"sagði eftir leik Barcelona og PSG "Við spyrjum að leikslokum".

Vika tíu býður upp á 145 milj. risapott sem yfirtippari ætlar sér að ná í. Við vonum það besta. Það væri mjög fallegt hjá honum ná 13 réttum án þess að það sé verið að setja á hann mikla pressu. Hæsta prósentan er á leik eitt eða 83% á merkið einn.
Húskerfið var aðra vikuna í röð með níu rétta.

 

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT