Þriðjudagur, 26. Mars 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttabréf

Veislunni að ljúka

20. tbl. 2017. 26. árg. 18. maí. 2017.

Þá fer veislunni að ljúka þetta árið. Síðasta umferðin í enska boltanum verður á sunnudaginn 20. maí. Fyrir okkur Unitedmenn var þessi veisla vonbrigði. Toppliðin eru að skora 75 til 80 mörk á tímabilinu meðan United skorar rúmlega 50 mörk. Til hamingju stuðningsmenn toppliðanna, ykkar lið spilaði skemmtilegan fótbolta meðan við Unitedmenn horfum á leiðindin hjá okkar liði.

Í næstu viku hendum við út lélegasta skorinu í getraunaleikjum ÍFR og við það breytist  röð tippara eitthvað. Jón Þorgeir er með nokkuð örugga forustu í "Tipparadeildinni"en algerlega óljóst hverjir ná örðu og þriðja sæti. Í "Sjálfvalsdeildinni"eru þrjár umferðir eftir og ómögulegt að sjá fyrir um úrslit. Garðar Valur er með tveggja stiga forustu á Björn Úlfars.

Bræðurnir Leturprent og Leturprent 2 ætla ekkert að gefa  í Hópleiknum enda miklir keppnismenn þar á ferð.

Miðvikudaginn 24 maí verður úrslitaleikur í Evrópudeildinni milli Man. Utd. og Ajax. ÍFR tipparar ætla að mæta í íþróttahúsið og horfa á leikinn og verður boðið upp á léttar veitingar að hætti hússins. Leikurinn hefst kl. 18.45. Vinsamlega staðfestið mætingu til ifr@ifr.is

Húskerfið var með verðlausar níur fyrir viku 19.

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT