Sunnudagur, 17. Febrúar 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Saga Hússins
Hátúni 14
Sími: 5618226
ifr@ifr.is
- Saga Hússins
- Starfsmenn
- Opnun Nýbyggingar
- Lög félagsins
- Stjórn og nefndir
- Jafnréttisstefna
- Siðareglur

Um 1980 hafði starfsemi félagsins vaxið svo fiskur um hrygg að umræður hófust um byggingu eigin íþróttahúss. Ákvörðun um byggingu íþróttahúss var síðan tekin 1982 og 1983 var hafist handa við að taka grunn og steypa sökkla. Þeim framkvæmdum lauk á árinu 1984. Eftir það lágu framkvæmdir alveg niðri vegna fjárskort fram í apríl 1989.
 

Vegna frábærrar frammistöðu fatlaðra íþróttamanna á Ólympíumóti fatlaðra í Seul 1988 gekkst Rás 2 fyrir fjársöfnun í október 1988 til styrktar byggingu íþróttahússins. Sú söfnun varð til þess að í apríl 1989 var hafist handa við að steypa íþróttahúsið upp.
 

Í september árið 1990 gekkst Rás 2 svo aftur fyrir söfnun með það að markmiði að hægt yrði að ljúka byggingu hússins þannig að hægt yrði að taka það í notkun á árinu 1991. Jafnframt fyrrgreindum söfnunum lögðu margir aðilar bæði fyrirtæki og einkaaðilar félaginu margvíslegt lið m.a. með fjárstyrkjum afslætti af vörum, vinnu og efni.
 

Frú Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti íslands lagði hornstein að íþróttahúsinu 27. september 1990.
 

Íþróttahúsið var svo formlega tekið í notkun 1. september 1992. Margvísleg íþróttastarfsemi fatlaðra fer fram í húsinu og Endurhæfingarstöð Hjarta og lungnasjúklinga er með alla sína starfsemi þar.
 

Íþróttahúsið er 1.250 fermetrar aðal íþróttasalur er 18 x 32 metrar, auk þess er minni salur fyrir lyftinga og þrekþjálfun. Félaga álman er með fundarsal fyrir um 80 manns, eldhúsi og herbergi fyrir stjórn og nefndir.
 

Gólf íþróttasalarins er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi við lagningu þess voru lögð sérstök lög sem eiga að draga úr meiðslum við æfingar og keppni.
 

Íþróttahúsið er teiknað af Teiknistofunni s.f. þeim feðgum Gísla Halldórssyni og Leif Gíslasyni. Allan verkfræðiþátt annaðist Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen h.f. yfirverkfræðingur var Níels Indriðason.
 

ÍFR er eina félag sinnar tegundar á Norðurlöndum sem ræður yfir eigin íþróttahúsi.

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT