Bilun í getraunatölvum ÍFR varð þess valdandi að sölumenn gátu ekki prentað út sjálfvalsmiða s.l. laugardag. Sjálfvalsdeildin er því ekki skráð inn fyrir viku 15 en við bætum við einni viku hjá Sjálfvalsdeildinni þ.e. viku 22.

Skorið í “Tipparadeildinni” var nokkuð gott. Sjö tipparar með ellefu rétta segir ýmislegt um snilld tippara. Samherjarnir Eiríkur og Ólafur Bjarni standa best að vígi en keppnin verður blóðug næstu vikur.

Einn klókur ÍFR tippari náði 13 réttum í hópleikinn og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Í efsta sæti situr Óli Bjarni með tveggja stiga forystu.

Enn og aftur gengur tían ekki út og eru vinningar því ekki háir. Frægur maður sagði “Þolinmæði er dygð” en þolinmæði tippara er að verða búin. Við krefjumst þess að seðillin fari nú að gefa eitthvað. Tían þarf að gefa að lágmarki kr. 1.000- til þess að við förum að sjá vinninga fyrir Húskerfið. En eins og allir vita stefnir yfirtippari á vinninga þegar seðillinn gefur eitthvað.

Seðill vikunnar gæti verið sá sem við höfum verið að bíða eftir.

Hæsta prósentan er á leik 10 eða 71% á merkið einn. Sumarið er framundan með sól og flottu veðri. Veðurfræðingar spá góðu sumri og góðum vinningum hjá ÍFR tippurum

Húskerfið var með þrjár ellefur  sem skilaði aðeins kr. 690-