Lokaspretturinn í enska boltanum er hafinn. Nú þegar fjórar vikur eru eftir er ljóst að Sunderland er fallið í 1. deild. Tottenham heldur enn í vonina að ná efsta sætinu af Chelsea og stórliðin Arsenal, Man. Utd. Man. City. og Liverpool berjast um tvö sæti í meistaradeildinni. Ekkert af þessum efstu liðum eru á laugardagsseðlinum.

Jón Þorgeir situr einn á toppnum í “Tipparadeildinni” og Ásgeir Arnolds. er með góða forustu í “Sjálfvalsdeildinni”. Óli Bjarni ætlar ekkert að gefa eftir í Hópleiknum og er nú einn í efsta sæti.

Eins og ÍFR tipparar vita þá fór yfirtippari til Englands í síðustu viku til að sækja sér visku fyrir lokabaráttuna. Hann ræddi málin við Garry Neville og fékk hjá honum góða punta. Vonandi skilar þetta einhverju til okkur tippata.

Seðill vikunnar lítur vel út hæsta prósentan er á leik 10 eða 715 á merkið einn.

Húskerfið var með eina 11 og fjórar 10. Sem gaf aðeins kr. 2.040-