Sundið er ein af elstu greinum félagsins. Sundmenn ÍFR hafa frá upphafi verið mjög sigursælir á alþjóðlegum mótum og hefur ÍFR átt keppendur í sundi á fjölda Norðurlanda- Evrópu- Heimsmeistara- og Olympíumótum fatlaðra. Innan raða ÍFR eru 3 heimsmethafar og 2 fyrrum heimsmethafar. Í sundi er keppt í tíu flokkum hreyfihamlaðra, þrem flokkum blindra og sjónskertra og einum flokki þroskaheftra. Keppt er í fjórum greinum í sundi þ.e. flugsundi, baksundi, bringusundi og skriðsundi (frjáls aðferð) og svo er fjórsund þar sem synt er ein vegalengd á hverju sundi.

Þjálfarar: Davor Hinic, Bjarki Páll Gunnarsson, Guðjón Gunnarsson og Jón Þorgeir Guðbjörnsson

Sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni.

Þriðjudagar klukkan 16:30-18:30
Fimmtudagar klukkan 16:30-18:30

Þjálfari: Guðjón Gunnarsson og Jón Þorgeir Guðbjörnsson

Laugardalslaug

Mánudagar klukkan 18.30-20.30
Þriðjudagar klukkan 18.30-20.30
Miðvikudagar klukkan 16.30-18.30
Fimmtudagar klukkan 16.30-18.30
Föstudagar klukkan 18.00-20.00
Laugardagar klukkan 10.15-12.15

Þjálfarar: Davor Hinic og Bjarki Páll Gunnarsson