Bogfimi hefur verið stunduð innan ÍFR frá því að félagið hóf starfsemi sína. Bæði ófatlað fólk og fatlað stundar þessa grein hjá félaginu. Greinin er bæði stunduð innanhúss og utanhúss hér á landi. Innhúss er skotið af 18 metra færi. Í utanhúss keppni er hinsvegar skotið af 30, 50, 70 og 90 metra færi.
Þann 30. maí 2014 var tekin í notkun utanhúss bogfimivöllur við íþróttahús félagsins þar er 50 metra löng skotbraut.
Félagið gengst reglulega fyrir námskeiðum nokkrum sinnum á ári.

Æfingar eru á eftirfarandi dögum í Hátúni 14:

laugardögum kl. 15:30 – 17:30
sunnudögum kl. 10:00 – 12:00

Viljirðu spyrja eða fá nánari upplýsingar.