Sunnudagur, 17. Febrúar 2019
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk
Fréttabréf

Lota 2 hefst á laugardaginn

11. tbl. 2017. 26. árg. 16. mars. 2017.

Atli Örn Sævarsson og Vilhjálmur Birgisson sigruðu nokkuð örugglega í 1. Lotu lukkuleiks ÍFR. Í "Tipparadeildinni“ urðu jafnir í öðru sæti þeir Jónarnir, Ágúst, Ingimar og Þorgeir.

Óskar Elvar tók annað sætið í "Sjálfvalsdeildinni" og jöfn í þriðja sæti urðu Björn Úlfars, Geir Gunnlaugs, Jón Nóa, og Sigurrós. Bræðurnir Leturprent og Leturprent 2 sigruðu í Hópleiknum og jafnir í þriðja sæti urðu FA, FA 2, Intruder, Svigna og Tapsárir. Vinningar verða greiddir út í næstu viku.

Góð þátttaka er í lotu 2 í getraunaleikjum og þurfa þeir sem ekki hafa skráð þátttöku að drífa sig því skráningafrestur er til og með fimmtudags 23. mars. Þátttakendur þurfa að skrá sig til ifr@ifr.is Greiða þarf þátttökugjald kr. 6.500- inn á reikning 117-26-3074 kt. 500775-0339.

Eftir lotu 1 er húskerfið með í sjóði kr. 230.000- Vinningar verða greiddir út í næstu viku.

Seðill vikunnar er með sex landsleikjum og sjö leikjum í 2. deild. Hæsta prósentan er á leik eitt og þrjú eða 69% á merkið einn.

Húskerfið var með 3 ellefur og 28 tíur sem skilaði kr. 8.040-

Nýjustu Fréttir
Getraunanúmer ÍFR
121
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT