Dagana 18. og 19. Október  2013 verður  haldið heimsmeistaramót  í aflraunum fatlaðra í Reykjavík.  Er þetta í 11 skipti sem mót  þetta er haldið á Íslandi. Keppt verður í tveimur flokkum þ.e. flokki hjólastóla og flokki standandi. Þroskaheftum er heimil þátttaka í báðum flokkum.

Keppt verður í fimm til sex keppnisgreinum  í flokki hjólastóla og sex keppnisgreinum í flokki standandi, alls ellefu til tólf  keppnisgreinar.
Keppt verður í að draga bíldrætti, drumbalyftu, axlalyftu, bóndagöngu, steinatökum, herkulesarhaldi og bryggjupollaburði.

Mótið verður sýnt á haustdögum á RUV.

Nánari upplýsingar fást hjá skipuleggjendum.

Mótahaldarar Magnús Ver Magnússon magnusver@internet.is Sími 663-0001
Arnar Má Jónsson loggurinn@hotmail.com Sími 868-6823