Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík fer fram
30. maí 2024 kl. 16:30 í aðstöðu félagsins að Hátúni 14
Venjuleg aðalfundarstörf.
Uppstillingarnefnd leggur til óbreytta stjórn.
Lagabreytingar:
- 1. Grein – Heiti og heimili
Í stað:
… Félagið sem heild á aðild að Íþróttasambandi Íslands …,
Komi:
… Félagið sem heild á aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands … - 9. Grein um Aðalfund og boðun hans.
Í stað:
Aðalfund skal halda í maí ár hvert og til hans boðað bréflega og í fjölmiðlum með að minnsta kosti viku fyrirvara.
Komi:
Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. maí ár hvert og til hans skal boðað með minnst viku fyrirvara á áberandi hátt í húsi félagsins og á heimasíðu þess. - 10. Grein 2. töluliður um kjörgengi.
Í stað:
Skuldugum félaga er óheimilt að taka þátt í ákvörðunum á aðalfundi félagsins.
Komi:
Aðeins skuldlausir félagar fara með eitt atkvæði á aðalfundi og öðrum fundum félagsins.
Einstaklingar yngri en 18 ára hafa ekki atkvæðisrétt. - 13. Grein
Í stað:
Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.
Komi:
Lög þessi öðlast gildi þegar stjórnir ÍBR og ÍSÍ hafa staðfest þau.
Inn á facebook síðu er hægt að skoða skjölin betur: Facebook síðan okkar
Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffiveitingar!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!