Getraunaleikir eru reglulega á dagskrá félagsins. Öflugur hópur “tippara” hefur tippað lengi hjá félaginu. Opnunartími Getraunaþjónustu Getraunaþjónusta ÍFR er opin á laugardögum frá kl. 11:00 til 13:00. Síminn hjá okkur er 561-8226 og faxnúmerið er 568-3282. Netfang: 1×2@ifr.is Láttu endilega sjá þig.

“Tipparar” munið getraunanúmer okkar 121

GETRAUNALEIKIR ÍFR

HÚSKERFIÐ

Húskerfi ÍFR er tippað vikulega og skiptast vinningar, sem á kerfið kunna að falla, í hlutfalli við eign þátttakenda í kerfinu. Hver lota er tíu vikur og er lágmarkshlutur kr. 6.500- þ.e. kr. 650- pr. viku..

LUKKULEIKURINN

Allir þeir, sem eiga hlut í Húskerfi ÍFR taka sjálfkrafa þátt í Lukkuleiknum. Þeir skila inn 64 raða opnum seðli í hverri viku sem leikurinn stendur (tippað á enska seðilinn). Raðirnar eru ekki tippaðar. Ef þáttakandi óskar að tippa raðirnar, verður hann að gera það á eigin kostnað.. Hann stendur í 10 vikur og gildir skorið í 8 bestu vikunum.Verðlaun í Lukkuleiknum:
1. sæti: 15.000 kr.
2. sæti: 12.000 kr.
3. sæti: 10.000 kr.

HÓPLEIKURINN

Hópleikurinn stendur öllum til boða, sem tippa hjá getraunaþjónustu ÍFR, og merkja við hópnúmer félagsins, 121. Í Hópleiknum gilda 162 fyrstu raðirnar sem þátttakandi tippar á enska seðilinn. Hópleikurinn hefst í 3. leikviku. Hann stendur í 10 vikur gildir skorið í 8 bestu vikunum.

Verðlaun í Hópleiknum:

1. sæti: 15.000 kr.
2. sæti: 12.000 kr.
3. sæti: 10.000 kr.Áætlað er að 3 leikjalotur verði á árinu og veitt verða verðlaun fyrir bestan árangur samanlegt í Hópleiknum og Lukkuleiknum.

Verðlaunin verða 30.000 fyrir 1. sætið, 23.000 kr. fyrir 2. sætið og 15.000 kr. fyrir 3. sætið.